Markaðurinn mjög grunnur

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Golli

Seðlabank­inn hef­ur und­an­farna viku í tvígang gripið inn í gjald­eyr­is­markaðinn með kaup­um á krón­um, þegar krón­an var að veikj­ast, líkt og greint var frá í frétt í Morg­un­blaðinu og ViðskiptaMogga í gær.

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra ger­ir ekki at­huga­semd­ir við þau inn­grip, sem séu til þess að draga úr óæski­lega mikl­um sveifl­um á gjald­eyr­is­markaði.

„Mér skilst að þetta sé mjög grunn­ur markaður, þannig að um leið og ein­hver hreyf­ir sig, í aðra hvora átt­ina, þá hef­ur það mik­il áhrif á krón­una, til styrk­ing­ar eða veik­ing­ar,“ sagði fjár­málaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær, þegar hann var spurður álits á of­an­greind­um inn­grip­um Seðlabank­ans sem urðu til þess að krón­an styrkt­ist um 1,1% en hafði veikst um 5% á ein­um mánuði.

Bene­dikt kvaðst telja að inn­grip Seðlabank­ans miðuðust við ákveðnar vinnu­regl­ur og bank­inn leitaðist við með svona krónu­kaup­um að draga úr óæski­lega mikl­um sveifl­um á gjald­eyr­is­markaði. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: