MAST hvetur til málefnalegrar umræðu

Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða.
Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða. mbl.is/Helgi Bjarnason

Það er mat Mat­væla­stofn­un­ar að mik­il­vægt sé að fyr­ir­hyggja og ábyrgð ráði för í áætluðum vexti fisk­eld­is og að umræða um grein­ina sé mál­efna­leg og þannig að ólík sjón­ar­mið komi fram og verði veg­in og met­in.

Þetta kem­ur fram í for­mála Jóns Gísla­son­ar, for­stjóra Mat­væla­stofn­un­ar, að árs­skýrslu stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir árið 2016.

Þar seg­ir hann að MAST hafi fengið það hlut­verk að ann­ast út­gáfu rekstr­ar­leyfa til fisk­eld­is, auk eft­ir­lits með búnaði og rekstri. Það sé hins veg­ar ráðamanna að marka stefnu um vöxt grein­ar­inn­ar.

Í for­mál­an­um kem­ur Jón einnig inn á heild­ar­end­ur­skoðun á lög­um og regl­um um dýra­vel­ferð.

„Ný lög­gjöf nær yfir allt búfé, loðdýr, gælu­dýr og nú einnig aðbúnað og vel­ferð dýra í flutn­ingi. Hert­ar kröf­ur eru á ýms­um sviðum og er inn­leiðing þeirra áskor­un fyr­ir marga dýra­eig­end­ur. Það sama á við þá sem falið er eft­ir­lit og eft­ir­fylgni. Mik­il­vægt er að eyða tor­tryggni í garð þess­ara aðila, því það kost­ar bæði fjár­magn og tíma að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar til að upp­fylla nýj­ar kröf­ur og tryggja góðan aðbúnað og vel­ferð dýra,“ seg­ir hann.

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar.
Jón Gísla­son, for­stjóri Mat­væla­stofn­un­ar.
mbl.is