Pétur Einarsson, fyrrverandi bankastjóri og núverandi þáttastjórnandi á Hringbraut, býr ásamt sonum sínum tveimur við Mýrargötu í Reykjavík. Synirnir gerðu þá kröfu að móðir þeirra, Selma Ágústsdóttir innanhússhönnuður, myndi innrétta íbúðina en sjálfur segir Pétur að hann sé frekar afslappaður þegar kemur að heimilinu.
Hann er alinn upp í sendiráðum og er því ekkert sérstaklega vanur því að hafa persónulegt í kringum sig. Hann féll fyrir íbúðinni því úr henni er útsýni út á haf og til Esjunnar.