Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi versnað

Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað, segja SFS.
Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað, segja SFS. mbl.is/Eggert

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) segja að rekstr­ar­skil­yrði í sjáv­ar­út­vegi hafi versnað og ekki er úti­lokað að álagn­ing veiðigjalds fyr­ir næsta fisk­veiðiár muni reyn­ast ein­hverj­um smærri og meðal­stór­um út­gerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi. Til­efnið er að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra birti í dag reglu­gerð um veiðigjald fyr­ir kom­andi fisk­veiðiár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.  

Í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins um veiðigjald er miðað við áætlað afla­mark verði gjaldið um það bil 10,5 til 11,0 millj­arðar króna, sem væri hækk­un um 6 millj­arða frá yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári, eða ríf­lega tvö­föld­un. Hækk­un veiðigjalds vegna þorsks nem­ur 107%, ýsu 127% og mak­ríls 18%.

„Rekstr­ar­skil­yrði í sjáv­ar­út­vegi hafa versnað og ekki er úti­lokað að álagn­ing veiðigjalds fyr­ir næsta fisk­veiðiár muni reyn­ast ein­hverj­um smærri og meðal­stór­um út­gerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi.“ Þetta kem­ur jafn­framt fram í til­kynn­ingu. 

„Þetta er mik­il hækk­un sem mun koma hart niður á fjöl­mörg­um út­gerðum og þær eru mis­jafn­lega í stakk bún­ar til að standa und­ir gjald­inu. Hjá sum­um út­gerðum get­ur hækk­un­in verið allt að fjór­föld. Álagn­ing­in bygg­ist á göml­um af­komu­töl­um, eins og und­an­far­in ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum miss­er­um; gengi krón­unn­ar hef­ur styrkst og tekj­ur gjald­eyr­is­skap­andi fyr­ir­tækja dreg­ist veru­lega sam­an. Á sama tíma hef­ur kostnaður í ís­lensk­um krón­um, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið.“ Þetta er haft eft­ir Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra SFS, í til­kynn­ingu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina