Veiðigjöldin hækka um sex milljarða

Trillukarlar landa á Akureyri.
Trillukarlar landa á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Miðað við áætlað aflamark verða veiðigjöld ársins 2017/2018 um 10,5 til 11,0 milljarðar króna, sem væri hækkun um sex milljarða frá yfirstandandi fiskveiðiári, eða ríflega tvöföldun.

Þetta er mat Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár.

„Þetta er veruleg hækkun og við gerum ráð fyrir að hún komi verst niður á litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum sem njóta síður stærðarhagkvæmni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, í umfjöllun um hækkun veiðigjalda í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is