Veiðigjöldin hækka um sex milljarða

Trillukarlar landa á Akureyri.
Trillukarlar landa á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Miðað við áætlað afla­mark verða veiðigjöld árs­ins 2017/​2018 um 10,5 til 11,0 millj­arðar króna, sem væri hækk­un um sex millj­arða frá yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári, eða ríf­lega tvö­föld­un.

Þetta er mat Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS, um veiðigjald fyr­ir kom­andi fisk­veiðiár.

„Þetta er veru­leg hækk­un og við ger­um ráð fyr­ir að hún komi verst niður á litl­um og meðal­stór­um út­gerðarfyr­ir­tækj­um sem njóta síður stærðar­hag­kvæmni,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, í um­fjöll­un um hækk­un veiðigjalda í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is