Vill breytt fyrirkomulag

Verið er að skoða rekstur minni útgerða og vinnslustöðva.
Verið er að skoða rekstur minni útgerða og vinnslustöðva. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ist lengi hafa talað fyr­ir breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi og staðan sem nú sé kom­in upp sýni að æski­legt sé að fara vel yfir stöðu mála.

„Ef bara er horft á veiðigjaldið eins og það er núna er ekki heppi­legt að leggja af­kom­una eins og hún var fyr­ir tveim­ur árum til grund­vall­ar í dag, sér­stak­lega í ljósi stöðu gjald­miðils­ins,“ seg­ir Þor­gerður en sam­kvæmt reglu­gerð um veiðigjöld fyr­ir kom­andi fis­veiðiár, sem ráðherra birti sl. fimmtu­dag, er áætlað að veiðigjaldið verði um ell­efu millj­arðar króna. Þetta er ríf­lega tvö­föld­un frá því í fyrra.

„Þessi hækk­un átti ekki að koma nein­um á óvart og út­gerðarmönn­um átti að vera þetta ljóst. Leik­regl­urn­ar og reiknilíkanið lágu fyr­ir og það verður ekki gerð breyt­ing þar á fyrr en niðurstaða sátta­nefnd­ar­inn­ar ligg­ur fyr­ir í lok þessa árs.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: