Hækkun veiðigjalda mönnum löngu ljós

Þorsteinn Pálsson er formaður sáttanefndar um sjávarútveg.
Þorsteinn Pálsson er formaður sáttanefndar um sjávarútveg. mbl.is/Rax

„Þetta er búið að vera ljóst lengi. Þetta er eng­in staða sem er að koma upp núna,“ seg­ir Þor­steinn Páls­son, formaður sátta­nefnd­ar um sjáv­ar­út­veg, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra skipaði nefnd­ina í vor.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi áætla að veiðigjöld verði 10,5 til 11 millj­arðar á næsta ári, sem er ríf­lega tvö­föld­un frá yf­ir­stand­andi veiðiári. Hags­munaaðilar í sjáv­ar­út­vegi hafa gagn­rýnt þessa miklu hækk­un veiðigjalda, en við út­reikn­inga gjald­anna er tekið mið af ár­inu 2015 þegar af­koma í sjáv­ar­út­vegi var betri en nú er.

Meg­in­hlut­verk sátta­nefnd­ar­inn­ar er að taka gjald­heimtu í sjáv­ar­út­vegi til end­ur­skoðunar og hef­ur nefnd­in tíma til 1. des­em­ber á þessu ári til að skila af sér til­lög­um. 

„Það er hlut­verk nefnd­ar­inn­ar að kanna hvort hægt sé að ná breiðari sátt um ann­ars kon­ar inn­heimtu á gjöld­un­um og hversu mik­il hún á að vera,“ seg­ir Þor­steinn. „En nefnd­in er að störf­um og því ekk­ert hægt að segja á þessu stigi hver niðurstaðan verður.“

Ekk­ert starf er hjá nefnd­inni í júlí vegna sum­ar­leyfa, en nefnd­in kem­ur aft­ur sam­an í ág­úst að sögn Þor­steins.

mbl.is