Endurnýjun íslenska flotans vekur athygli

Frá móttökuathöfn Engeyjar RE, sem fram fór við Reykjavíkurhöfn. Togarinn …
Frá móttökuathöfn Engeyjar RE, sem fram fór við Reykjavíkurhöfn. Togarinn er einn margra nýrra sem komið hafa til landsins síðustu misseri. mbl.is/Eggert

Yf­ir­stand­andi end­ur­nýj­un ís­lenska fiski­skipa­flot­ans hef­ur ekki farið fram hjá er­lend­um fyr­ir­tækj­um. Áhugi þeirra á þátt­töku í Íslensku sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni hef­ur stór­auk­ist miðað við síðustu ár, að sögn Mari­anne Rasmus­sen-Coull­ing, stjórn­anda sýn­ing­ar­inn­ar sem hald­in verður í sept­em­ber.

Hlut­ur er­lendra fyr­ir­tækja í fjölda sýn­ing­ar­bása hef­ur þannig auk­ist um 41% frá síðustu sýn­ingu en alls koma fyr­ir­tæk­in frá að minnsta kosti 18 lönd­um í ár, seg­ir Rasmus­sen-Coull­ing í sam­tali við mbl.is.

Til dæm­is má nefna að Dan­ir munu taka tvisvar sinn­um það pláss sem þeir tóku árið 2014, Norðmenn um 50% meira pláss, auk þess sem tals­vert meira mun fara fyr­ir Fær­ey­ing­um og Bret­um.

Meðal nýrra fyr­ir­tækja sem taka þátt í sýn­ing­unni í ár eru skipa­smíðastöðvarn­ar Astilleros Armon frá Spáni og Cem­re frá Tyrklandi, neta­gerðarfyr­ir­tæk­in Fibras Industria­les frá Perú og Siang May frá Singa­púr og tækja­fram­leiðand­inn Reintj­es frá Belg­íu, svo dæmi séu tek­in.

Sýn­ing­in fer fram dag­ana 13.-15. sept­em­ber en nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast á heimasíðu henn­ar, icef­ish.is.

mbl.is