Pandan Huan Huan loksins ólétt

Húnn Huan Huan á að koma í heiminn annað hvort …
Húnn Huan Huan á að koma í heiminn annað hvort 4. eða 5. ágúst og mun líklega vega 100 grömm. AFP

Starfs­menn franska dýrag­arðsins Beu­val voru him­in­lif­andi síðasta miðviku­dag þegar þeir komust að því að pand­an Huan Huan væri ólétt en það hef­ur aldrei gerst í Frakklandi áður. Húnn­inn á að koma í heim­inn annaðhvort 4. eða 5. ág­úst og mun lík­lega vega 100 grömm.

Ómskoðun dýra­lækna garðsins sýndi að pand­an, sem er í láni frá Kína ásamt karl­kyns­fé­laga sín­um Yuan Zi, ætti von á sín­um fyrsta pöndu­hún. Húnn­inn á að koma í heim­inn annaðhvort 4. eða 5. ág­úst og mun lík­lega vega 100 grömm. Ef húnn­inn lif­ir fæðing­una af mun hann verða send­ur heim til Kína á næstu tveim­ur til þrem­ur árum.

Ómskoðun dýralækna garðsins sýndi að pandan, sem er í láni …
Ómskoðun dýra­lækna garðsins sýndi að pand­an, sem er í láni frá Kína ásamt karl­kyns­fé­laga sín­um Yuan Zi, ætti von á sín­um fyrsta pöndu­hún. AFP

„Þetta er stór­kost­legt. Við ein­fald­lega sprung­um af gleði við frétt­irn­ar enda höf­um við beðið lengi eft­ir þessu augna­bliki,“ seg­ir Delp­hine Del­ord, sam­skipta­stjóri dýrag­arðsins við frönsku frétta­veit­una AFP. „Þetta veit­ir okk­ur einnig von um varðveislu pandna, sem eru í út­rým­ing­ar­hættu í nátt­úr­unni,“ bæt­ir hún við.

Níu ára pöndup­arið er einu risapönd­urn­ar sem búa í Frakklandi, en þær komu til Beu­val árið 2012, eft­ir þung­ar og ákaf­ar samn­ingaviðræður milli Par­ís­ar og Pek­ing. Aðeins 19 dýra­görðum í heim­in­um, fyr­ir utan Kína, hef­ur verið leyft að hafa pönd­ur til sýn­is.

Níu ára pönduparið Huan Huan og Yuan Zi eru einu …
Níu ára pöndup­arið Huan Huan og Yuan Zi eru einu risapönd­urn­ar sem búa í Frakklandi, Mök­un þeirra gekk ekki upp og því fór Huan Huan í tækni­frjóvg­un. AFP

Pönd­ur eiga mjög erfitt með að fjölga sér, hvort sem það er í nátt­úr­unni eða í dýrag­arði þar sem kven­kyn­spönd­ur eru aðeins eðlun­ar­fús­ar í 48 tíma hvert ár. Auk þess eru pönd­ur afar klunna­leg­ar þegar kem­ur að ástaratlot­um og eru karldýr­in ein­stak­lega lag­in við að mis­reikna sig í hvenær og hvort kven­dýrið hafi áhuga.

Huan Huan og maki henn­ar voru sam­einuð í fe­brú­ar í von um að þau myndu mak­ast. Að sögn Del­ord gekk það ekki upp. „Svo við fram­kvæmd­um tækni­frjóvg­un,“ sagði hún. Á síðasta ári urðu starfs­menn dýrag­arðsins fyr­ir mikl­um von­brigðum þegar Huan Huan fór í gegn­um „gervióléttu“, sem er nokkuð al­geng hjá kven­kyns pönd­um.

Starfsmenn franska dýragarðsins Beuval voru himinlifandi þegar þeir komust að …
Starfs­menn franska dýrag­arðsins Beu­val voru him­in­lif­andi þegar þeir komust að því að pand­an væri ólétt. AFP
mbl.is