Kominn í grunnbúðirnar, löng ganga eftir

John Snorri er kominn niður í grunnbúðir í 5.000 metra …
John Snorri er kominn niður í grunnbúðir í 5.000 metra hæð.

John Snorri er kominn í grunnbúðir á K2 og er léttur og glaður eftir hátt í 10 tíma göngu frá búðum fjögur sem eru í 8.000 metra hæð. Grunnbúðirnar eru í 5.000 metra hæð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífi styrktarfélagi.

„Miklir fagnaðarfundir voru með þeim John Snorra og Kára Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt frænda sínum í nokkra mánuði vegna alþjóðlegrar heimildarmyndar sem er í bígerð. 

Næsta skref er að hvíla lúin bein áður en hópurinn heldur frá grunnbúðum í 63 km göngu á skriðjökli í átt að byggð. Sú ganga tekur um 5-6 daga,“ segir í tilkynningunni.

Hann var léttur og glaður þegar í búðirnar var komið.
Hann var léttur og glaður þegar í búðirnar var komið.
mbl.is