Finna týndar kisur með krafti Facebook

Týndir kettir eru mikið vandamál á Íslandi og svo virðist …
Týndir kettir eru mikið vandamál á Íslandi og svo virðist sem hópurinn taki ágætlega á því. Undanfarna viku hafa 34 mál verið tilkynnt og þar af hafa níu kisur skilað sér heim. mbl.is/Ómar Óskarsson

Face­book-hóp­ur­inn Katta­vakt­in var stofnaður sem betri lausn til að finna týnda ketti en „bara með þess­um miðum á ljósastaura“ að sögn stofn­enda hans. Hóp­ur­inn nýt­ir þannig sam­fé­lags­miðil­inn til að fækka týnd­um kött­um á Íslandi. Hann virðist bera til­ætlaðan ár­ang­ur en í dag eru næst­um 7.000 fé­lag­ar í hópn­um. Und­an­farna viku hafa 34 mál verið til­kynnt og þar af hafa níu kis­ur skilað sér heim, að því best er vitað.

Hóp­ur­inn er hugsaður sem vett­vang­ur fyr­ir katta­eig­end­ur og aðra katta­vini til að deila upp­lýs­ing­um um týnd­ar og fundn­ar kis­ur. Hóp­ur­inn þjón­ar einnig sem upp­lýs­inga­veita fyr­ir katta­eig­end­ur í leit að kött­un­um sín­um. Stofn­end­ur hóps­ins eru hjón­in Sól­rún Gunn­ars­dótt­ir og Friðrik Jóns­son, ásamt Arn­dísi Björgu Sig­ur­geirs­dótt­ur, for­manns dýra­vernd­ar­fé­lags­ins Villikatta.

Níu kis­ur skiluðu sér heim í vik­unni

Sól­rún seg­ist ekki hafa bú­ist við að hóp­ur­inn yrði svona fjöl­menn­ur. Hún hafi samt vonað það því þá myndi hann ná til sem flestra en það hafi verið til­gang­ur­inn.

„Því að hug­mynd­in spratt út frá aug­lýs­ing­um sem maður sér út á götu, kannski á raf­magn­s­köss­um eða eitt­hvað, um týnda ketti. Þær ná kannski í raun­inni ekki til nógu margra. Þess vegna vild­um við setja þetta á opn­ari vett­vang,“ seg­ir hún.

Svo virðist sem hóp­ur­inn beri til­ætlaðan ár­ang­ur en und­an­farna viku hafa 34 færsl­ur verið sett­ar inná hóp­inn um týnd­ar eða fundn­ar kis­ur. 17 færsl­ur voru sett­ar inn um fundn­ar kis­ur og þar af fannst eig­and­inn í að minnsta kosti fjög­ur skipti. Til­kynnt var um 17 týnd­ar kis­ur og af þeim fund­ust fimm.

Högn­arn­ir Lúðvík og Matti voru meðal þeirra sem rötuðu heim og þá skilaði læðan Perla sér á rétt­an stað.

Hér má sjá Sólrúnu, einn stofnenda síðunnar, með kettinum sínum. …
Hér má sjá Sól­rúnu, einn stofn­enda síðunn­ar, með kett­in­um sín­um. Í dag á hún kett­ina Óðin og Bil­bó. Ljós­mynd/​Sól­rún Gunn­ars­dótt­ir

Stofnaður þegar Sveinn slapp

Katta­vakt­in hef­ur verið til í fimm ár en hjón­in stofnuðu hann þegar innikött­ur­inn þeirra, Sveinn, slapp fram af svöl­un­um. „Við feng­um svo mikið sjokk en hann fannst sama dag. Við hugsuðum að það hefði verið mjög gott að geta lýst eft­ir hon­um á „ef­fektív­ari“ hátt held­ur en bara með þess­um miðum á ljósastaura,“ seg­ir Sól­rún.

Að henn­ar sögn eru týnd­ir kett­ir mikið vanda­mál á Íslandi. Það megi ef til vill rekja til þess að fólk treysti of mikið á sjálf­stæði þeirra. 

„Kett­ir eru voðal­ega sjálf­stæðir en fólk átt­ar sig ekki á því að þeir þurfa samt sitt svæði og sína um­hyggju. Þeir eru kannski ekki al­veg eins sjálf­stæðir og fólk vill vera að láta,“ seg­ir hún.

Þeir þurfi reglu og ör­yggi.

„Það þurfa það all­ir,“ bæt­ir Sól­rún við.

mbl.is