Fiskverð lækkar en gjaldið hækkar

Við höfnina á Raufarhöfn.
Við höfnina á Raufarhöfn. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS) skor­ar á sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að beita sér nú þegar fyr­ir breyt­ingu á lög­um um veiðigjald, en 1. sept­em­ber nk. hækk­ar gjaldið um tugi pró­senta.

„Þetta er á annað hundrað pró­senta hækk­un en fisk­verðið lækk­ar,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri LS, en veiðigjald hækk­ar t.d. á þorsk um 107% og ýsu um 127%. Örn seg­ir þessa ákvörðun byggj­ast á for­send­um árs­ins 2015 þegar út­gerð gekk vel, en sterkt gengi ís­lensku krón­unn­ar ásamt lækk­andi fisk­verði hafi veikt sjáv­ar­út­veg­inn.

„Við kom­um jafn­framt með hug­mynd­ir um hvernig hægt sé að jafna stöðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna með þrepa­skipt­ingu í gjald­töku,“ seg­ir Örn í Morg­un­blaðinu í dag, en hann tel­ur að minni sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in og smá­báta­eig­end­ur muni fara sér­stak­lega illa út úr hækk­un­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: