„Þetta er neyðaróp frá okkur“

mbl.is/Alfons Finsson

„Þetta er í raun og veru neyðaróp frá okk­ur,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, en stjórn sam­bands­ins skoraði á sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fyr­ir helgi að breyta lög­um um veiðigjöld en þau verða rúm­lega tvö­falt hærri í ár en þau voru á síðasta ári.

Sem dæmi má nefna að veiðigjöld á þorsk hækka úr 11,09 krón­um á kílóið upp í 22,98 krón­ur á kíló sem nem­ur 107 pró­senta hækk­un og veiðigjöld á ýsu hækka úr 11,53 krón­um á kílóið upp í 26,2 krón­ur sem er 127 pró­senta hækk­un. 

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Örn seg­ir að marg­ir smá­báta­eig­end­ur hafi sett sig í sam­band við sam­tök­in og lýst yfir þung­um áhyggj­um af stöðunni þar sem þeir hafi leigt til sín mikl­ar afla­heim­ild­ir og þurfa fyr­ir vikið að greiða hátt veiðigjald.

Áður greiddu afla­hlut­deilda­haf­arn­ir veiðigjaldið en í dag er það sá sem veiðir fisk­inn. Þá eru gjöld­in reiknuð út frá fisk­veiðiár­inu 2015 þegar afurðaverð var miklu hærra en í dag og af­koma grein­ar­inn­ar mun betri en núna. „Smá­báta­eig­end­ur hafa ekki haft þannig hagnað að þeir hafi haft tök á að leggja til hliðar. Það sést til dæm­is í sam­bandi við ný­smíðar á bát­um. Þær hafa nán­ast al­veg lagst af,“ seg­ir Örn um fjár­fest­ing­ar í grein­inni.

mbl.is