Akureyri skreytt með rauðu

Dagskránni lýkur með flugeldasýningu þar sem rauði liturinn er í …
Dagskránni lýkur með flugeldasýningu þar sem rauði liturinn er í aðalhlutverki. Á Sparitónleikunum á sunnudagskvöldið koma meðal annars fram Úlfur úlfur og 200.000 naglbítar. Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir

Útlitið hefur sjaldan verið betra, segir Davíð Rúnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar á Akureyri, um stöðuna á Einni með öllu og Íslensku sumarleikunum, sem verða á Akureyri um verslunarmannahelgina.

„Við horfum auðvitað mikið á veðurspána. Það er engin rigning í kortunum lengur, heldur lítur út fyrir sól þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir Davíð ennfremur í umfjöllun um hátíðina í  Morgunblaðinu í dag. Skipulag og samstarf með aðilum og fyrirtækjum á Akureyri hefur gengið frábærlega að sögn Davíðs. Valinn maður sé í hverju rúmi í tengslum við skipulagningu hátíðahaldanna.

Sú hefð hefur skapast á Einni með öllu að bæjarbúar á Akureyri skreyti hús sín og götur með rauðum lit. „Þetta hefur tekist mjög vel og verið mjög vinsælt,“ segir Davíð um skreytingarhluta hátíðarinnar. „Flottir vinningar eru í boði. Gefin eru verðlaun fyrir best skreyttu götuna og best skreytta húsið.“ Fá sem dæmi íbúar best skreyttu götunnar veglegan grillkjötspakka að verðmæti 100 þúsund í boði Goða. Því er hægt að slá upp heljarinnar grillveislu, að sögn Davíðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: