Sjaldgæfur hvítur snákur fannst

Snákurinn er mjallahvítur og með svört augu.
Snákurinn er mjallahvítur og með svört augu. Ljósmynd/Facebook

Mjalla­hvít­ur snák­ur sem er af „ótrú­lega sjald­gæfu“ stökk­breyttu af­brigði fannst ný­verið í Ástr­al­íu. Maður­inn sem fann sná­k­inn af­henti hann dýra­vernd­un­ar­stofn­un á svæðinu þar sem hann er enn í góðu yf­ir­læti.

Snák­ur­inn fer í ein­angr­un til að ganga úr skugga um að hann sé ekki sýkt­ur og hættu­leg­ur öðrum dýr­um. Síðan stend­ur til að hafa hann til sýn­is, seg­ir á Face­book-síðu stofn­un­ar­inn­ar. Snák­ur­inn er með svört augu og því ekki al­bínói, að sögn starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar. Ekki stend­ur til að sleppa hon­um aft­ur út í hina villtu nátt­úru því ólík­legt er talið að hann lifi dvöl þar af þar sem hann er mjalla­hvít­ur og sker sig úr.

Starfs­fólkið ætl­ar að sjá til þess að hann lifi góðu og inni­halds­ríku lífi. 

Frétt Tel­egraph um málið.



mbl.is