Tveir sérsveitarmenn á Þjóðhátíð

Sérsveit ríkislögreglustjóra verður til taks í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina, að …
Sérsveit ríkislögreglustjóra verður til taks í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina, að ósk lögreglustjórans í Eyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra verða að störfum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þetta staðfestir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið.

Sérsveitarmennirnir koma að beiðni lögreglunnar í Vestmannaeyjum, en að sögn Jóhannesar hefur sérsveit ríkislögreglustjóra margsinnis gætt öryggis á Þjóðhátíð, síðast fyrir fjórum árum.

Aðspurður í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes hryðjuverkaógn í nágrannalöndum ekki ástæðu þess að óskað sé eftir liðsauka sérsveitarinnar enda hafi það verið gert í mörg ár þótt ríkislögreglustjóri hafi ekki orðið við óskinni síðustu þrjú ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: