Einn gisti fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt grunaður um líkamsárás að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns. Einhver fíkniefnamál komu einnig upp í Eyjum í nótt en þau eru öll minniháttar að sögn Jóhannesar.
Líkamsárásin var gerð fyrir utan húkkaraballið svo nefnda sem alltaf er haldið á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi.
Jóhannes segir að skemmtanahald hafi að öðru leyti farið mjög vel fram og fjölmargir gestir séu komnir á þjóðhátíð nú þegar og stefni í fjölmenni þar í ár.