700 sprengjur á 7 mínútum

Níu koma að sýningunni í ár: Guðni Hans Sigþórsson, Elvar …
Níu koma að sýningunni í ár: Guðni Hans Sigþórsson, Elvar Þór Eðvaldsson, Tíbrá Marín Arnfjörð Bjarmadóttir, Bjarki Ingason, Guðmundur Björgvinsson, Garðar Gíslason, Daníel Þór Ólafsson, Gunnar Rafn Ágústsson og Reynir Valtýrsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hápunkturinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er í hugum margra flugeldasýningin á miðnætti laugardags. Sennilega verður enginn svikinn af sýningunni í ár en 700 flugeldar verða sprengdir á sjö mínútum í kvöld.

Reynir Valtýsson skotstjóri
Reynir Valtýsson skotstjóri mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Reynir Valtýsson er skotstjóri í ár en Björgunarfélag Vestmannaeyja annast alltaf flugeldasýninguna á Þjóðhátíð.

Spurður um stærð sýningarinnar segir Reynir að hún sé svipuð og í fyrra en samt aðeins stærri enda stækki hún alltaf eitthvað á milli ára. Ekki er lengur um einn skotstað að ræða en hér áður var alltaf öllum flugeldunum skotið upp af klettinum en núna hefur sýningin færst víðar og er einnig í dalnum sjálfum.

Flugeldasýning í Herjólfsdal.
Flugeldasýning í Herjólfsdal. Af vef Þjóðhátíðar í Eyjum

Að sögn Reynis er það gert til þess að að sjáist betur í brekkunni þar sem þúsundir fylgjast með flugeldunum springa í allri sinni dýrð yfir Herjólfsdal. 

Svo viðamikil flugeldasýning þarfnast mikils undirbúnings og segir Reynir að undirbúningurinn hafi staðið yfir í á þriðju viku. Skotpallar undirbúnir auk þess sem að ákveða þarf hverju verður skotið upp - hvar og hvenær. Þetta þarf að forrita inn í skotborð flugeldanefndar enda stórum flugeldasýningum sem þessum tölvustýrt til að tryggja að allar bombur fari á réttum tíma í loftið.

Sigurvegarar búningakeppni Þjóðhátíðar -Wasabi bræður.
Sigurvegarar búningakeppni Þjóðhátíðar -Wasabi bræður. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Áttan á Þjóðhátíð í kvöld
Áttan á Þjóðhátíð í kvöld mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is