Eitt kynferðisbrot er í rannsókn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en tilkynnt var um það skömmu eftir miðnætti. Samkvæmt tilkynningu frá embættinu þekktust aðilar málsins og hafa báðir gefið skýrslu hjá lögreglu. Þá var vettvangur á tjalfsvæðinu í Herjólfsddal tryggður og brotaþoli færður á neyðarmóttökuna. Sakborningi hefur að sögn lögreglu verið sleppt úr haldi.
Þá segir lögreglan að nokkuð hafi verið um slagsmál og pústra í dalnum og þá eru líkamsárás og húsbrot til rannsóknar eftir nóttina. Veist var að húsráðanda á heimili hans.
Fjöldi fíkniefnamála er kominn á þriðja tug síðan á fimmtudaginn. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinna þessu eftirliti með þrjá fíkniefnahunda.
Viðbragðsaðilar hittust á samráðsfundi í hádeginu í dag þar sem farið var yfir gang hátíðarinnar.