Kassabílarallý í Herjólfsdal

Aron og Ingi Gunnar sigruðu sinn riðill í kassabílarallý í …
Aron og Ingi Gunnar sigruðu sinn riðill í kassabílarallý í Herjólfsdal. Einbeitingin leynir sér ekki. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Aron Sindrason og Ingi Gunnar Gylfason komu sáu og sigruðu sinn riðil í kassabílarallý í blíðskaparverðri í Herjólfsdal í dag. Mikill fjöldi var samankominn í dalnum og í hvítu tjöldunum var jafnan boðið upp á kaffi og meðlæti í sólinni. 

Aron er 7 ára og Ingi Gunnar er 9 ára og voru þeir báðir að keppa í kassabílarallý í fyrsta skipti og smíðuðu bílinn sjálfir. Þeir hafa þó báðir farið oft á Þjóðhátíð og finnst það mjög gaman. Hvað finnst strákunum svo skemmtilegast á hátíðinni? „Mér finnst eiginlega skemmtilegast í brekkusöngnum,“ segir Aron sem mætir alltaf í dalinn bæði á daginn og kvöldin. „Mér finnst blysin og flugeldasýningin og brennan,“ segir Ingi Gunnar.

Á fullri ferð.
Á fullri ferð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Að sögn Arons voru þeir svolítið lengi að búa bílinn til. Aðspurður á hvaða tíma þeir félagar kláruðu brautina segir Aron: „Örugglega svona ein mínúta og kannski svona 30 sekúndur.“ Strákarnir segjast hafa æft sig aðeins fyrir keppnina. „En ekkert samt í dalnum,“ segir Aron. 

Eins og sjá má er bílinn þeirra einstaklega glæsilegur, rauður með gulri eldingu framan á. „Mig langaði ekki hafa hann bara rauðan á litinn, mig langaði að hafa bæði eitthvað skrautlegt og líka hafa hann rauðann. Síðan setti ég líka laserljós aftan á,“ segir Aron að lokum.

Kassabílarall er hluti af barnadagskránni sem er yfir daginn en í dag var einnig brúðubílinn með sýningu í þrítugasta, og mögulega síðasta, skipti. Páll Óskar sló í gegn og mikið var um dýrðir þegar söngvakeppni barna fór fram. 



Mikið er lagt í kassabílana.
Mikið er lagt í kassabílana. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Kaffiboð í hvítu tjaldi.
Kaffiboð í hvítu tjaldi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Hvítu tjöldin í Herjólfsdal standa alltaf fyrir sínu.
Hvítu tjöldin í Herjólfsdal standa alltaf fyrir sínu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Brúðubíllinn sló í gegn í Herjólfsdal.
Brúðubíllinn sló í gegn í Herjólfsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Veðrið lék við þjóðhátíðargesti.
Veðrið lék við þjóðhátíðargesti. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Brúðubíllinn á þjóðhátíð.
Brúðubíllinn á þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Fylgst með Brúðubílnum í Herjólfsdal.
Fylgst með Brúðubílnum í Herjólfsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Partý Eyjum.
Partý Eyjum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Þjóðhátíðarstemming í Eyjum.
Þjóðhátíðarstemming í Eyjum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is