Hitabylgjur munu taka sinn toll

Hitabylgja er á Ítalíu. Stórfljótið Pó, sem venjulega er beljandi …
Hitabylgja er á Ítalíu. Stórfljótið Pó, sem venjulega er beljandi vatnsflaumur, er nú vatnslítið, m.a. hér við Piacenza á Norður-Ítalíu. AFP

Hall­dór Björns­son, sér­fræðing­ur í lofts­lags­mál­um á Veður­stofu Íslands, seg­ir að ný spá vís­inda­manna um að öfg­ar í veðurfari, einkum mikl­ar hita­bylgj­ur, geti leitt til dauða allt að 150 þúsund Evr­ópu­búa á ári um næstu alda­mót, sé ekki gal­in sviðsmynd miðað við þær for­send­ur sem gefn­ar eru um þróun lofts­lags­breyt­inga.

Veðurfars­sveifl­ur, hita­bylgj­ur, kulda­köst, flóð og storm­ar, hafa á und­an­förn­um ára­tug­um valdið fjöl­mörg­um dauðsföll­um í Evr­ópu.

Talið er að hita­bylgj­ur ein­ar hafi ár­lega valdið dauða nærri 3.000 manna í álf­unni. Vís­inda­menn­irn­ir telja að hita­bylgj­ur muni stór­aukast og valda fimm­tíufalt fleiri dauðsföll­um um næstu alda­mót en nú, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag.

Tveir suðurkór­esk­ir vís­inda­menn, Jae Young Lee og Ho Kim, segja í at­huga­semd við grein­ina í Lancet að áhrif veðurfar­söfganna á dauðsföll kunni að vera of­met­in. Benda þeir á að menn geti brugðist við hinum breyttu aðstæðum í veðurfari og nefna í því sam­bandi fram­far­ir í lækn­is­fræði og nýja tækni við loft­kæl­ingu íbúðar­húsa.

Fleiri hafa tekið í sama streng eft­ir að grein­in birt­ist og bent á að til að fá raunsanna mynd sé ekki aðeins hægt að fram­reikna breyt­ing­ar af þessu tagi án þess að huga að viðbrögðunum sem hljóti að verða.

Í síðustu viku birti tíma­ritið Science Advances grein þar sem því var spáð að vot­hiti gæti auk­ist svo í Suður-Asíu fyr­ir lok þess­ar­ar ald­ar að álf­an yrði ekki byggi­leg. Enn önn­ur vond spá birt­ist í En­vironmental Rese­arch Letters þar sem sagði að auk­inn styrk­ur kolt­ví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu myndi á næstu ára­tug­um valda gíf­ur­legri skerðingu á magni próteins í ræktuðu korni eins og hrís­grjón­um og hveiti. Þá var í gær sagt frá nýrri banda­rískri skýrslu þar sem fram kom að lofts­lags­breyt­ing­ar væru þegar farn­ar að hafa mik­il áhrif vest­an­hafs. Meðal­hiti hefði hækkað óðfluga þar í landi frá ár­inu 1980 og und­an­farn­ir ára­tug­ir hefðu verið þeir heit­ustu í land­inu í 1.500 ár.

 Sveifl­ur magna ástandið

Hall­dór Björns­son sagði að um þess­ar mund­ir væru mestu hörm­ung­ar af völd­um veðurs í Aust­ur-Afr­íku þar sem þurrk­ar væru að fella þúsund­ir manna. Þurrk­ar gætu einnig aukið á vanda­mál sem fyr­ir væru í ýms­um lönd­um. Þótt þurrk­ar hefðu til að mynda ekki valdið borg­ara­styrj­öld­inni í Sýr­landi léki eng­inn vafi á því að þeir hefðu átt stór­an þátt í að magna hið skelfi­lega ástand þar til hins verra. Veðurfars­sveifl­ur gætu haft mik­il áhrif á þjóðfé­lög sem væru í viðkvæmri stöðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina