36,5 tonna umframafli í júlí

Landað á Siglufirði. Mynd úr safni.
Landað á Siglufirði. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Alls fóru 389 strand­veiðibát­ar fram yfir 650 kíló­gramma há­mark þess slægða afla sem landa má í einni veiðiferð, í nýliðnum júlí­mánuði. Alls stunduðu 549 bát­ar strand­veiðar í mánuðinum og því lönduðu um 71% þeirra um­framafla, en hann nam tæp­um 36,5 tonn­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Fiski­stofu, þar sem seg­ir að upp­safnaður um­framafli mánaðar­ins hafi verið mjög mis­jafn eft­ir bát­um, eða frá einu kílói upp í 862 kíló.

Á meðfylgj­andi töflu má sjá að sá bát­ur sem mest­an um­framafla veiddi var Mýr­ar­fell SU-136 með 862 kg, en hann er gerður út á svæði C. Næst­ur kom Auðbjörg NS-200 með 650 kg.

Í til­kynn­ing­unni minn­ir Fiski­stofa á að and­virði alls um­framafla verður inn­heimt af út­gerðunum og renn­ur til rík­is­ins í verk­efna­sjóð sjáv­ar­út­vegs.

Um­framafl­inn dregst eft­ir sem áður frá leyfi­leg­um heild­arafla á strand­veiðunum svo að minna verður til skipt­anna. Það er því hag­ur allra strand­veiðimanna að veiða ekki um­fram heim­ild­ir.

mbl.is