HB Grandi boðar áhöfn til fundar

Boðað hefur verið til fundarins klukkan 16 í dag.
Boðað hefur verið til fundarins klukkan 16 í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

HB Grandi hefur boðað til fundar með áhöfn skipsins Þerneyjar klukkan 16 í dag. Þetta herma heimildir mbl.is, en nánari upplýsingar um dagskrá fundarins hafa ekki fengist.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is verður fulltrúi Sjómannafélags Íslands einnig viðstaddur fundinn.

Ekki hefur náðst í Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, vegna málsins.

Þerney er 25 ára frystitogari, smíðuð í Noregi árið 1992, og er gerð út frá Reykjavík.

Þerney í skipaskrá 200 mílna

mbl.is