HB Grandi selur Þerney

Þerney á siglingu.
Þerney á siglingu. Ljósmynd/HB Grandi

HB Grandi hef­ur selt Þer­ney RE-1 til Suður Afr­íku og verður hún af­hent nýj­um eig­end­um 15. nóv­em­ber næst­kom­andi. Tvö­föld áhöfn er á Þer­ney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu HB Granda til kaup­hall­ar­inn­ar.

Seg­ir þar að fyr­ir­tækið muni aðstoða þá í áhöfn Þer­n­eyj­ar, sem ekki kom­ast í pláss á öðrum skip­um fé­lags­ins, við at­vinnu­leit eins og kost­ur er.

Kaup­and­inn er þá sagður vera Sea Har­vest Corporati­on Ltd., sem sé öfl­ugt fé­lag í út­gerð og vinnslu. Sölu­verðið sé þá 13,5 millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða 1,4 millj­arðar króna.

Þer­ney er frysti­tog­ari og er afl­inn flakaður og fryst­ur um borð. Þer­ney var smíðuð árið 1992 í Nor­egi og hef­ur verið gerð út af HB Granda frá því hún kom til lands­ins 1993.

200 míl­ur greindu fyrst frá fund­ar­boði HB Granda með áhöfn skips­ins og full­trúa Sjó­manna­fé­lags Íslands, en fund­ur­inn hófst klukk­an 16.

mbl.is