Ný Drangey heldur heim á leið

Drangey við bryggju í Tyrklandi.
Drangey við bryggju í Tyrklandi. Ljósmynd/Jón Ingi Sigurðsson

Nýr tog­ari FISK Sea­food, Drang­ey SK-2, hélt af stað heim á Sauðár­krók föstu­dag­inn 4. ág­úst. Áætlaður sigl­ing­ar­tími í Skaga­fjörðinn er um hálf­ur mánuður og því er gert ráð fyr­ir heim­komu í kring­um 18. ág­úst.

Þetta kem­ur fram á vef Fisk Sea­food.

Skipið var smíðað hjá Cem­re skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi en skrifað var und­ir samn­ing um smíði á skip­inu þann 24. júlí 2014. Skipið var sjó­sett þann 22. apríl síðastliðinn og af­hent form­lega þann 26. júlí í Tyrklandi.

Á Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Brus­sel þann 25. apríl síðastliðinn var skrifað und­ir samn­ing við Skag­ann 3X um smíði á vinnslu­búnaði á milli­dekkið á skip­inu. Búnaður­inn er of­urkæli­búnaður eins og er um borð í Málmey SK-1.

Rúm 44 ár eru síðan síðast kom ný­smíðaður tog­ari á Sauðár­krók. Það skip hét einnig Drang­ey en bar ein­kenn­is­staf­ina SK-1, og kom í fjörðinn frá Jap­an þann 5. maí 1973. Hin nýja Drang­ey kem­ur til með að leysa Klakk SK-5 af hólmi en Klakk­ur er 40 ára gam­alt skip.

Áður hafa 200 míl­ur greint frá því að Cem­re-skipa­smíðastöðin í Tyrklandi smíði fjög­ur syst­ur­skip fyr­ir Íslend­inga.

Kald­bak­ur EA, ís­fisk­tog­ari Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom í mars. Ann­ar í röðinni var Björg­úlf­ur EA, tog­ari Sam­herja, sem kom til Dal­vík­ur í júní­mánuði. Þriðja skipið er áður­nefnd Drang­ey og það fjórða, Björg EA, er smíðað fyr­ir Sam­herja og kem­ur til Ak­ur­eyr­ar í haust.

mbl.is