Nýr togari í stað tveggja skipa?

Þerney á siglingu. Brátt siglir hún til Suður-Afríku.
Þerney á siglingu. Brátt siglir hún til Suður-Afríku. Ljósmynd/HB Grandi

Framund­an er vinna við að at­huga áhuga skip­verja Þer­n­eyj­ar RE-1 á pláss­um í öðrum skip­um HB Granda og í fram­hald­inu reyna að út­vega þau. Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, í sam­tali við mbl.is.

Til­kynnt var um sölu skips­ins fyrr í dag og á fundi með for­svars­mönn­um út­gerðar­inn­ar fengu skip­verj­arn­ir, 54 tals­ins, að vita að á næstu dög­um eigi þeir von á upp­sagn­ar­bréfi. Marg­ir hafa unnið lengi fyr­ir út­gerðina og eiga þeir flest­ir rétt á þriggja mánaða upp­sagn­ar­fresti.

Aðspurður seg­ist Vil­hjálm­ur ekki geta sagt til um hversu mörg pláss séu laus fyr­ir skip­verj­ana. Þeim verði þá einnig veitt aðstoð við at­vinnu­leit eins og kost­ur sé.

„Það hef­ur reynd­ar aðeins verið meiri hreyf­ing á sjó­mönn­um und­an­farið. Sjó­menn hafa verið að leita í land meira en þeir hafa gert und­an­far­in ár,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda. mbl.is/​Golli

Verði einn stærsti og full­komn­asti tog­ar­inn

Áður hafa 200 míl­ur greint frá kaup­verðinu, sem er 1,4 millj­arðar króna, en kaup­and­inn er fé­lag í Suður-Afr­íku.

„Við vor­um ekki bún­ir að setja skipið í sölumeðferð. Það kom þarna áhugi og það ligg­ur við lá fyr­ir hjá okk­ur að við mynd­um selja skip á móti nýj­um frysti­tog­ara, sem við reynd­ar eig­um ekki von á fyrr en eft­ir tvö ár. Þetta til­boð hreyfði við okk­ur og við ákváðum að taka því.“

Nýi frysti­tog­ar­inn sem Vil­hjálm­ur vís­ar til er nú í smíðum í spænsku skipa­smíðastöðinni Astilleros Armon Gijon, en hann verður rúm­lega 81 metra lang­ur og 17 metra breiður. Af­hend­ing hans er áætluð um mitt ár 2019 en stefnt er að því að skipið verði þá stærsti og einn full­komn­asti flakafrysti­tog­ar­inn sem gerður verður út við norðan­vert Atlants­haf.

HB Grandi gæti fækkað um annan frystitogara innan tveggja ára.
HB Grandi gæti fækkað um ann­an frysti­tog­ara inn­an tveggja ára. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Til marks um aukna sjálf­væðingu

Í sam­tali við 200 míl­ur síðdeg­is í dag sagði Berg­ur Þorkels­son, gjald­keri Sjó­manna­fé­lags Íslands sem sótti fund­inn fyr­ir hönd fé­lags­ins, að sala skips­ins væri til marks um aukna sjálf­væðingu í sjáv­ar­út­vegi.

Aðspurður hvort nýja skipið muni koma í stað Þer­n­eyj­ar auk ann­ars tog­ara svar­ar Vil­hjálm­ur:

„Við eig­um al­veg von á því að við mun­um fækka jafn­vel um einn ann­an frysti­tog­ara, svona um það leyti sem það kem­ur.“

mbl.is