Dreifist á önnur skip útgerðarinnar

Þerney við bryggju í Örfirisey í gær.
Þerney við bryggju í Örfirisey í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvóti Þer­n­eyj­ar RE-1, sem HB Grandi hef­ur selt til Suður-Afr­íku eins og 200 míl­ur greindu frá í gær, mun dreifast á önn­ur skip út­gerðar­inn­ar. Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, í sam­tali við mbl.is.

„Það á eft­ir að koma í ljós hvernig það geng­ur en alla vega ætl­um við að leggja upp með að það tak­ist. Við erum þá með sex tog­ara í rekstri og við reikn­um með að þeir nái þessu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Um mitt ár 2019 er von á nýj­um tog­ara sem er nú í smíðum í spænsku skipa­smíðastöðinni Astilleros Armon Gijon, en hann verður rúm­lega 81 metra lang­ur og 17 metra breiður. Stefnt er að því að hann verði þá einn stærsti og full­komn­asti flakafrysti­tog­ar­inn sem gerður verður út við norðan­vert Atlants­haf.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda. mbl.is/​Krist­inn Magnúsosn

Ekk­ert hæft í orðróm­um

Í kjöl­far um­fjöll­un­ar um sölu Þer­n­eyj­ar í gær hef­ur gengið sá orðróm­ur á net­inu, að HB Grandi hafi boðið áhöfn skips­ins að flytja til Suður-Afr­íku og halda þar áfram að starfa á skip­inu, á lægri laun­um. Til að mynda er það full­yrt á vefn­um skinna.is, en þar fæst ekki séð á hverra veg­um vef­ur­inn er.

Vil­hjálm­ur þver­tek­ur fyr­ir þetta og furðar sig á þess­um staðhæf­ing­um.

„Nei, ég kann­ast ekki við þetta. Það var einn sem spurði [á fundi með áhöfn­inni í gær] og ég held ég hafi svarað því til, að ég vissi ekki til að það stæði til boða. Enda ef­ast ég um að það yrði eitt­hvað spenn­andi fyr­ir þá,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Þetta er eitt­hvað sem er al­gjör­lega úr lausu lofti gripið, að því er ég best veit.“

Þá hef­ur því einnig verið fleygt fram að fé­lagið sem kaup­ir skipið, Sea Har­vest Corporati­on Ltd., sé ein­hvers kon­ar skugga­fé­lag í eigu HB Granda.

„Nei, við höf­um ekk­ert með það að gera. Þú get­ur kíkt á heimasíðuna hjá þeim og séð hvað þeir eru að gera. Þetta er bara öfl­ugt fyr­ir­tæki og stönd­ugt, eft­ir því sem ég best veit. Ég hef svo sem ekk­ert kíkt á efna­hags­reikn­ing­inn hjá þeim.“

mbl.is