Nýju skipi Samherja gefið nafn

Sigurður Haraldsson fyrrverandi skipstjóri á Björgúlfi, alltaf kallaður Siggi á …
Sigurður Haraldsson fyrrverandi skipstjóri á Björgúlfi, alltaf kallaður Siggi á Björgúlfi, tók við endanum og festi landfestar þegar nýja skipið lagðist í fyrsta skipti að bryggju á Dalvík þann 1. júní. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nýju skipi Sam­herja verður form­lega gefið nafn við hátíðlega at­höfn á Dal­vík síðar í dag. Hlýt­ur skipið nafnið Björg­úlf­ur en gamli Björg­úlf­ur, sem nú ber nafnið Hjalteyr­in, sigldi á móti nýja skip­inu þegar það kom í fyrsta skipti til hafn­ar 1. júní síðastliðinn.

Skipið var smíðað í Cem­re skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi eins og syst­ur­skip þess, Kald­bak­ur, sem kom til lands­ins fyr­r á ár­inu. Björg­úlf­ur er 62 metra lang­ur og er skip­stjóri Kristján Sal­manns­son.

Þriðja skipið sem Sam­herji læt­ur smíða eft­ir sömu teikn­ingu er síðan vænt­an­legt til lands­ins fyr­ir lok árs­ins.

At­höfn­in hefst klukk­an 16.00 við Norðurg­arðinn á Fiski­dags­svæðinu á Dal­vík. Dal­vík­ing­ar og aðrir lands­menn eru hjart­an­lega vel­komn­ir, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­herja.

Björg­úlf­ur í skipa­skrá 200 mílna

mbl.is