Fjárfestingarnar aukið áhuga umheimsins

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar.
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar.

Fjár­fest­ing­ar ís­lenskra út­gerða hafa snar­aukið áhuga um­heims­ins á öll­um hliðum ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. Þetta seg­ir Mari­anne Rasmus­sen-Coull­ing, fram­kvæmda­stjóri Íslensku sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­ar­inn­ar, sem hald­in verður dag­ana 13.-15. sept­em­ber.

Fram kem­ur á vef sýn­ing­ar­inn­ar að aðsókn í sýn­ing­ar­bása hafi auk­ist um 41% miðað við sama tíma árið 2014, en sýn­ing­in er hald­in á þriggja ára fresti.

Rasmus­sen-Coull­ing seg­ist þá upp­lifa mik­inn áhuga víða um heim fyr­ir sýn­ing­unni. Eng­inn vafi leiki á að hún eigi eft­ir að vekja enn meiri at­hygli um­heims­ins á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi.

„Sýn­ing­in er gríðarlega mik­il­væg­ur viðskipta­vaki,” bæt­ir hún við.

„Við sýn­ing­ar­stjórn­in ger­um okk­ur öll mikl­ar vænt­ing­ar til sýn­ing­ar­inn­ar í ár og hlökk­um mjög til þess að fagna bæði ís­lensk­um og er­lend­um gest­um okk­ar. Mig lang­ar líka til að minna á að nú er hægt að skrá sig sem gest á net­inu. Þau sem skrá sig þar losna við biðraðir, spara sér um 20% af inn­gangs­verði og geta farið hraðleið til að sækja aðgangsauðkenni sitt.“

mbl.is