Nýr Björgúlfur nefndur á Dalvík

Fjölmenni safnaðist saman við Dalvíkurhöfn á föstudag.
Fjölmenni safnaðist saman við Dalvíkurhöfn á föstudag. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Nýj­um tog­ara Sam­herja var form­lega gefið nafnið Björg­úlf­ur EA-312 við at­höfn á Norðurg­arðinum á Dal­vík síðdeg­is á föstu­dag. Fjöldi fólks var á staðnum, en fiski­dag­ur­inn mikli var hald­inn á Dal­vík um helg­ina.

Helga Stein­unn Guðmunds­dótt­ir, einn aðal­eig­enda Sam­herja, fékk það verk­efni að brjóta kampa­víns­flösku á síðu skips­ins og nefna skipið og naut við það aðstoðar Kristjáns Vil­helms­son­ar, fram­kvæmda­stjóra út­gerðarsviðs Sam­herja. Við at­höfn­ina tóku þá til máls Bjarni Bjarna­son, sveit­ar­stjóri Dal­vík­ur­byggðar, Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja.

Skipið kom til lands­ins frá skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi í byrj­un júní og leysti þá af hólmi fer­tug­an tog­ara með sama nafni. Afli skips­ins er unn­inn á Dal­vík og Ak­ur­eyri.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir, einn aðaleigenda útgerðarinnar, ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra …
Helga Stein­unn Guðmunds­dótt­ir, einn aðal­eig­enda út­gerðar­inn­ar, ásamt Kristjáni Vil­helms­syni, fram­kvæmda­stjóra út­gerðarsviðs Sam­herja. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
mbl.is