Nýr Björgúlfur nefndur á Dalvík

Fjölmenni safnaðist saman við Dalvíkurhöfn á föstudag.
Fjölmenni safnaðist saman við Dalvíkurhöfn á föstudag. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Nýjum togara Samherja var formlega gefið nafnið Björgúlfur EA-312 við athöfn á Norðurgarðinum á Dalvík síðdegis á föstudag. Fjöldi fólks var á staðnum, en fiskidagurinn mikli var haldinn á Dalvík um helgina.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir, einn aðaleigenda Samherja, fékk það verkefni að brjóta kampavínsflösku á síðu skipsins og nefna skipið og naut við það aðstoðar Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja. Við athöfnina tóku þá til máls Bjarni Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Skipið kom til landsins frá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi í byrjun júní og leysti þá af hólmi fertugan togara með sama nafni. Afli skipsins er unninn á Dalvík og Akureyri.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir, einn aðaleigenda útgerðarinnar, ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra …
Helga Steinunn Guðmundsdóttir, einn aðaleigenda útgerðarinnar, ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
mbl.is