Strandveiðar brátt stöðvaðar á svæði A

Strandveiðibátar á sjó á Snæfellsnesi. Mynd úr safni.
Strandveiðibátar á sjó á Snæfellsnesi. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons Finnsson

Von er á aug­lýs­ingu í Stjórn­artíðind­um þar sem til­kynnt verður að strand­veiðar á svæði A verði stöðvaðar frá og með miðviku­deg­in­um 16.ág­úst. Þetta kem­ur fram á vef Fiski­stofu.

Seg­ir þar að sam­kvæmt þessu sé síðasti dag­ur strand­veiða á svæði A árið 2017 þriðju­dag­ur­inn 15. ág­úst, eða á morg­un.

Svæðið teyg­ir sig frá Eyja- og Mikla­holts­hreppi til Súðavík­ur­hrepps.

mbl.is