Strandveiðar brátt stöðvaðar á svæði A

Strandveiðibátar á sjó á Snæfellsnesi. Mynd úr safni.
Strandveiðibátar á sjó á Snæfellsnesi. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons Finnsson

Von er á auglýsingu í Stjórnartíðindum þar sem tilkynnt verður að strandveiðar á svæði A verði stöðvaðar frá og með miðvikudeginum 16.ágúst. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Segir þar að samkvæmt þessu sé síðasti dagur strandveiða á svæði A árið 2017 þriðjudagurinn 15. ágúst, eða á morgun.

Svæðið teygir sig frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps.

mbl.is