Aflinn yfir níu þúsund tonn

Á strandveiðum. Mynd úr safni.
Á strandveiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons Finnsson

Í síðustu viku fór heild­arafli á strand­veiðum sum­ars­ins yfir níu þúsund tonn, en sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ákvað í byrj­un mánaðar­ins að auka afla­heim­ild­ir um 560 tonn og verða þær 9.760 tonn á vertíðinni. Það er meira en nokkru sinni frá upp­hafi strand­veiða í júní 2009, en þá var miðað við að heild­arafli færi ekki yfir fjög­ur þúsund tonn.

Í gær greindi Fiski­stofa frá því að strand­veiðar á svæði A yrðu stöðvaðar frá og með morg­un­deg­in­um, 16. ág­úst, og er dag­ur­inn í dag því síðasti dag­ur strand­veiða árs­ins á svæðinu frá Arn­arstapa að Súðavík.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, reikn­ar með að veiðar standi út vik­una á B- og C-svæðum, það er frá Súðavík til Greni­vík­ur og frá Húsa­vík til Djúpa­vogs.

Mest­ar afla­heim­ild­ir eru eft­ir á D-svæði frá Höfn í Borg­ar­nes og reikn­ar Örn með að þær end­ist út mánuðinn. Alls hafa 592 bát­ar róið á strand­veiðum í ár. Af þeim eru 227 á svæði A, en á hinum svæðunum eru bát­arn­ir á bil­inu frá 106-133, fæst­ir á D-svæði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: