Góður gangur í makrílveiðum minni bátanna

Axel Helgason sækir makríl frá Keflavík.
Axel Helgason sækir makríl frá Keflavík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Eft­ir að Axel Helga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda og skip­stjóri á Sunnu Rós SH, hafði mok­fiskað á sunnu­dag og tví­hlaðið bát sinn var ró­legt yfir mak­ríl­veiðum minni báta við Kefla­vík í gær.

Axel seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag, að mak­ríll­inn sé dynt­ótt­ur og geti horfið með öllu heilu og hálfu dag­ana þegar menn eigi síst von á. Hann seg­ir að 30-40 minni bát­ar séu nú á mak­ríl­veiðum með hand­færi og landi flest­ir í Kefla­vík.

Sunna Rós er tæp­lega 10 metra smá­bát­ur og rær Axel einn á bátn­um. Hann seg­ir að kraft­ur hafi verið í veiðunum síðustu tvær vik­ur, en verðið fyr­ir mak­ríl hafi lækkað veru­lega síðan í fyrra og nemi lækk­un­in rúm­lega styrk­ingu krón­unn­ar. Með bát­inn full­hlaðinn land­ar Axel um 4,5 tonn­um og hef­ur það gerst nokk­urn veg­inn ann­an hvern dag á vertíðinni að hann hafi landað tvisvar á dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: