Góður gangur í makrílveiðum minni bátanna

Axel Helgason sækir makríl frá Keflavík.
Axel Helgason sækir makríl frá Keflavík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Eftir að Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda og skipstjóri á Sunnu Rós SH, hafði mokfiskað á sunnudag og tvíhlaðið bát sinn var rólegt yfir makrílveiðum minni báta við Keflavík í gær.

Axel segir í Morgunblaðinu í dag, að makríllinn sé dyntóttur og geti horfið með öllu heilu og hálfu dagana þegar menn eigi síst von á. Hann segir að 30-40 minni bátar séu nú á makrílveiðum með handfæri og landi flestir í Keflavík.

Sunna Rós er tæplega 10 metra smábátur og rær Axel einn á bátnum. Hann segir að kraftur hafi verið í veiðunum síðustu tvær vikur, en verðið fyrir makríl hafi lækkað verulega síðan í fyrra og nemi lækkunin rúmlega styrkingu krónunnar. Með bátinn fullhlaðinn landar Axel um 4,5 tonnum og hefur það gerst nokkurn veginn annan hvern dag á vertíðinni að hann hafi landað tvisvar á dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: