Óskað var eftir aðstoð lögreglu á hóteli í Vesturbæ Reykjavíkur um ellefuleytið í gærkvöldi vegna ósættis mæðgna. Þegar lögregla kom á vettvang var greinilegt að eitthvað hafði gengið á og var dóttirin með minni háttar áverka á enni.
Móðirin var handtekin og vistuð í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins en barnavernd tók stúlkuna að sér.