Mjallhvítur elgur vekur heimsathygli

Elgurinn er fagurhvítur og nokkuð gæfur.
Elgurinn er fagurhvítur og nokkuð gæfur. Skjáskot/Facebook

Hann sker sig veru­lega úr þar sem hann geng­ur um í fag­ur­grænu gras­inu og veður svo af stað út í læk. Mjall­hvít­ur elg­ur í Värm­land í Vest­ur-Svíþjóð hef­ur vakið heims­at­hygli.

Feld­ur elgs­ins er hvít­ur sem og horn hans og klauf­ir. Nokk­ur slík dýr er að finna í Svíþjóð en fjöldi þeirra hef­ur ekki verið kortlagður sér­stak­lega. Þrátt fyr­ir þenn­an óvenju­lega lit er elg­ur­inn ekki al­bínói held­ur staf­ar út­lit hans af því að hann get­ur fram­leitt mel­an­ín (sortu­efni) en ekki safnað því upp og geymt. 

Sá sem myndaði elg­inn, sveit­ar­stjórn­ar­maður­inn Hans Nils­son í Edas, seg­ist hafa beðið lengi eft­ir að geta fangað hann á mynd­band. Tæki­færið hafi komið síðasta fimmtu­dag er elg­ur­inn hvíti birt­ist skyndi­lega í veg­kanti í ná­grenni heim­il­is hans, seg­ir í frétt Sænska rík­is­sjón­varps­ins um málið. Dag­inn eft­ir fór Nils­son aft­ur á svæðið og þá vopnaður mynda­vél­inni. 

„Ég var svo hepp­inn að hann birt­ist beint fyr­ir fram­an mig og ég gat eytt tutt­ugu mín­út­um með hon­um. Hann stóð í aðeins fimm metra fjar­lægð frá mér,“ seg­ir Nils­son í sam­tali við sænska sjón­varpið.

Nils­son birti mynd­skeiðið á Face­book og nú hef­ur verið horft á það um millj­ón sinn­um. „Ég hef fengið skila­boð frá Frakklandi, Kan­ada, Rússlandi og Eistlandi,“ seg­ir Nils­son um vin­sæld­ir mynd­skeiðsins.

Nils­son seg­ir að elg­ur­inn sé ró­leg­ur og að hann hafi alls ekki verið hrædd­ur við mann­inn sem stóð rétt hjá með mynda­vél­ina. 

Hvíti elg­ur­inn, sem nú er orðinn heims­fræg­ur, var þekkt­ur á sín­um heima­slóðum áður. Íbú­arn­ir segja hann eins og hús­dýr. Hann hef­ur stund­um sést í fé­lagi við ann­an hvít­an elg.

Þó að hvít­ir elg­ir séu þekkt­ir í nátt­úr­unni þykir þessi einkar fal­leg­ur. „Hann er góður og sér­stak­ur,“ seg­ir Tyron Thör­blom sem hef­ur fylgst með elgn­um frá því hann var kálf­ur.

Á vef Sænska rík­is­sjón­varps­ins er að finna grein þar sem spurn­ing­um um hvíta elg­inn er svarað. Þar kem­ur m.a. fram að hvít­ir elg­ir séu ekki friðaðir og þá megi því skjóta eins og hverja aðra elgi á veiðitíma­bil­inu. 

Frá­vikið sem veld­ur hvíta litn­um er arf­gengt en dýr­in geta haft það án þess að vera sjálf hvít. Brún kýr get­ur því eign­ast hvít­an kálf ef báðir for­eldr­arn­ir bera gena­frávikið í sér. 

mbl.is