Afli strandveiðanna aldrei meiri

Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar. Mynd úr safni.
Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Afl­inn hef­ur aldrei verið meiri. Hann er núna 9.244 tonn og þar af er þorsk­ur kom­inn í 8.800 tonn, sem er líka met, en þorskafl­inn í fyrra endaði í 8.555 tonn­um. Ég reikna með að hann fari al­veg yfir 9.000 tonn núna.“

Þetta seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­bá­teig­enda í sam­tali við mbl.is, en afli strand­veiðibáta hef­ur aldrei verið meiri en í ár, frá upp­hafi strand­veiða árið 2009. Örn bend­ir enn frem­ur á að afl­inn í hverj­um róðri hafi held­ur aldrei verið meiri.

„Hann er að meðaltali 624 kíló núna í ár og eru veiðarn­ar þannig mun skil­virk­ari.“

Hér að neðan má sjá töfl­ur yfir afl­ann eins og hann stóð við lok mánu­dags­ins 14. ág­úst.

Mik­il­vægt fyr­ir smáu byggðarlög­in

Afl­inn á síðasta ári sló einnig met og seg­ir Örn að strand­veiðarn­ar séu á réttri leið hvað það varðar.

„Það er nátt­úru­lega mjög já­kvætt hvað ráðherr­ann tók vel í það að bæta aðeins við afla­heim­ild­irn­ar í strand­veiðunum. Við reikn­um með því að það verði gert mun bet­ur á næsta ári, því það er al­menn ánægja með þenn­an veiðiskap.“

Um sé að ræða góða þróun fyr­ir byggðarlög lands­ins og stjórn­kerfi fisk­veiða, „að það sé svona smá hola þar sem menn geta farið út, fiskað og selt afla án þess að þurfa að leigja sér kvóta. Sér­stak­lega er það mik­il­vægt fyr­ir þessi smáu byggðarlög úti á landi,“ seg­ir Örn.

Bát­arn­ir færri en áður

Bát­un­um hef­ur þó fækkað á sama tíma. Hafa þeir ekki verið jafn­fá­ir á heilu ári.

„Þeir eru núna 594 og hef­ur fækkað um sjö­tíu á milli ára, en flest­ir voru þeir 759 árið 2012.“

Ein helsta ástæðan fyr­ir þess­ari fækk­un er mik­il verðlækk­un á fiski.

„Menn töldu sig ekki hafa nægi­lega mikið að fá út úr strand­veiðunum, og kannski líka þetta góða at­vinnu­ástand í land­inu sem hef­ur orðið til þess að þeir hafa fundið sér arðbær­ari vinnu. Það nátt­úru­lega mun­ar heil­miklu þegar fisk­verð lækk­ar svona veru­lega, eins og það hef­ur nú gert.“

Ufsa­afl­inn er nú ekki nema 300 tonn en var mest­ur tæp 1.300 tonn árið 2011. Á síðasta ári var hann 465 tonn.

mbl.is