Kaldbaki formlega gefið nafn

Kaldbakur EA sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í mars …
Kaldbakur EA sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í mars síðastliðnum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Kald­baki EA-1, hinu nýja skipi Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, verður form­lega gefið nafn við hátíðlega at­höfn á morg­un, laug­ar­dag. Hefst at­höfn­in klukk­an 14 á Tog­ara­bryggj­unni við út­gerðina.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja, en þar seg­ir að eft­ir at­höfn­ina á bryggj­unni verði boðið upp á veit­ing­ar í mat­sal ÚA.

„Þar fer fram af­hend­ing gjaf­ar úr Sam­herja­sjóðnum af þessu til­efni. Einnig minn­umst við þess að 70 ár eru liðin frá því Kald­bak­ur, fyrsta skip Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom til lands­ins og að 60 ár eru liðin frá því að frysti­hús ÚA var tekið í notk­un,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„All­ir eru hjart­an­lega vel­komn­ir.“

mbl.is