Mokveiða makríl við Keflavík

Makrílveiðar í Keflavíkurhöfn. Mynd úr safni.
Makrílveiðar í Keflavíkurhöfn. Mynd úr safni.

Hafn­ar­starfs­menn í Kefla­vík­ur­höfn hafa vart haft und­an við að landa mak­ríl úr smá­bát­um Al­gengt er að menn landi full­fermi nokkr­um sinn­um yfir dag­inn.

Að sögn sjó­manna á bát­un­um held­ur mak­ríll­inn sig ná­lægt landi við norðan­verðan Reykja­nesskaga, mest út af Kefla­vík, að því er fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Seg­ir þar að úti fyr­ir Snæ­fellsnesi sé einnig góð veiði. Þar sé hegðun mak­ríls­ins svipuð, hann haldi sig ná­lægt landi. Besta veiðin þar hafi þá verið út frá Rifi af Önd­verðarnesi.

„Þriðja veiðisvæði smá­báta er í Stein­gríms­firði, en þar hef­ur veiði enn verið með treg­ara móti.“

Bjart­sýni um góða vertíð

„Alls hafa 43 smá­bát­ar hafið veiðar og er afl­inn að nálg­ast 2.300 tonn. Á sama tíma í fyrra var hann hins veg­ar 4.190 tonn af 40 bát­um. Þá var helm­ing­ur þeirra kom­inn með yfir 100 tonn en nú aðeins 6 bát­ar sem náð hafa þeim afla,“ seg­ir á vef sam­bands­ins.

„Af þessu má sjá að mak­ríll­inn hef­ur það sem af er verið í minna mæli á veiðislóðum smá­báta en í fyrra. Flest­ir sem rætt var við sögðu það ekk­ert segja til um end­an­lega veiði, held­ur að mak­ríll­inn hefði taf­ist á leiðinni til þeirra. Bjart­sýni virðist því ríkja um góða vertíð.“

mbl.is