Vekur athygli um allan heim

Löndun undirbúin úr Engey á Grandagarði. Allt vinnulag breytist um …
Löndun undirbúin úr Engey á Grandagarði. Allt vinnulag breytist um borð í skipinu með nýjum og fullkomnum búnaði mbl.is/Eggert

Fersk­fisk­tog­ar­inn Eng­ey RE kom í vik­unni úr fyrstu veiðiferð sinni og má segja að túr­inn marki veru­leg tíma­mót. Sjálf­virkt lest­ar­kerfi frá Skag­an­um 3X er í skip­inu, hið fyrsta sinn­ar teg­und­ar, en einnig búnaður til að undirkæla fisk­inn með svo­kallaðri „sub-chill­ing“-aðferð. Ís og krapi koma því ekki leng­ur við sögu. Trú­lega eru ekki mörg skip bet­ur út­bú­in en Eng­ey.

Þá er afl­inn þyngd­ar- og teg­und­ar­greind­ur með mynda­véla­tækni. Slíkt kerfi hafði áður verið þróað í sam­vinnu Skag­ans 3X við FISK Sea­food og sett upp í Málmey SK, en var nú þróað enn frek­ar og sett upp end­ur­bætt um borð í Eng­ey.

Hvergi verið gert áður

Ingólf­ur Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Skag­ans 3X, seg­ir að frá upp­hafi hafi verið hugsað stórt í þessu verk­efni. „Þegar HB Grandi ákvað að láta smíða þrjá nýja ís­fisk­tog­ara í Tyrklandi, syst­ur­skip­in Eng­ey, Ak­ur­ey og Viðey, ákvað fyr­ir­tækið jafn­framt að fara út á nýj­ar braut­ir,“ seg­ir Ingólf­ur.

„For­ystu­menn HB Granda vildu ekki láta smíða ný skip sem byggðu á gam­alli tækni og voru með hug­mynd­ir um sjálf­virkni í lest. Í sam­starfi við HB Granda þróaði Skag­inn 3X síðan nýtt sjálf­virkt lest­ar­kerfi, en fjöl­marg­ir verk­tak­ar og ráðgjaf­ar hafa komið að þeirri þró­un­ar­vinnu. Eft­ir að hafa í sam­ein­ingu skoðað þessi mál fram og til baka varð ákveðin lausn fyr­ir val­inu, sem nú er orðin að veru­leika og hef­ur sannað sig í fyrstu veiðiferð Eng­eyj­ar.

Auðvitað komu ýmis viðfangs­efni og vanda­mál upp þegar upp­setn­ing búnaðar hófst við komu skips­ins til lands­ins upp úr ára­mót­um. Því má þó ekki gleyma að þetta hef­ur hvergi verið gert áður. Menn ákváðu að taka risa­stökk inn í framtíðina, sem ég segi að megi mæla í ára­tug­um. Búnaður­inn í Eng­ey RE hef­ur vakið at­hygli um all­an heim og segja má að að beðið hafi verið eft­ir þeim lausn­um sem eru um borð í skip­inu.“

Aðspurður seg­ir Ingólf­ur að sjálf­virkt flutn­ings­kerfi kara af vinnslu­dekki og mann­laust kerfi í lest gjör­breyti meðhöndl­un afla og auki gæði fisks­ins til muna. Aðbúnaður og vinnu­lag sjó­manna breyt­ist sam­hliða því að lest­ar­kerfið verði mann­laust og með því fækki erfiðum og jafn­vel hættu­leg­um hand­tök­um sjó­manna.

Ingólfur árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X.
Ingólf­ur árna­son, fram­kvæmda­stjóri Skag­ans 3X. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bet­ur í stakk búin vegna reynsl­unn­ar

Vanda­mál og áskor­an­ir af ýms­um toga töfðu að skipið kæm­ist á veiðar, að sögn Ing­ólfs. Tíma tók að ná tök­um á nýj­um raf­búnaði og for­rit­un, auk þess sem um­fang upp­setn­ing­ar í heild var meira en menn sáu fyr­ir.

„Það má segja að vinnslu­dekkið og lest­ar­kerfið í Eng­ey sé risa­vax­inn ró­bot og senni­lega sá lang­stærsti á Íslandi. Í raun er búið að gera allt vél­rænt sem hægt er í skip­inu og meira en annað hvert hand­tak sjó­manna er horfið.

Núna erum við að setja sams kon­ar búnað um borð í Ak­ur­ey og telj­um við okk­ur bet­ur í stakk búin til þess at tak­ast á við það verk­efni vegna reynsl­unn­ar af upp­setn­ingu um borð í Eng­ey. Drang­ey, skip FISK, kem­ur til okk­ar á Akra­nes í sept­em­ber og upp úr ára­mót­um reikn­um við með að byrja að setja búnað um borð í Viðey, þann síðasta af þrem­ur nýj­um fersk­fisk­tog­ur­um HB Granda.“

Nán­ar má lesa um Eng­ey í Morg­un­blaðinu sem kom út á fimmtu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina