Samherji gefur Hlíðarfjalli skíðalyftu

Kampavínsflösku var að sjálfsögðu slegið í stefni skipsins.
Kampavínsflösku var að sjálfsögðu slegið í stefni skipsins. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vin­ir Hlíðarfjalls, sam­tök einka­fyr­ir­tækja sem vilja styrkja skíðasvæðið við Ak­ur­eyri, fá nýja skíðalyftu að gjöf úr Sam­herja­sjóðnum. Til­kynnt var um gjöf­ina við nafn­gift nýja tog­ar­ans Kald­baks við Ak­ur­eyr­ar­höfn fyrr í dag.

Var tog­ar­an­um þar gefið nafn með form­leg­um hætti en hann kom í fyrsta sinn til heima­hafn­ar í Eyjaf­irði í byrj­un mars. All­ir þeir sem vildu voru vel­komn­ir á at­höfn­ina á bryggj­unni, en í fram­hald­inu var boðið upp á veit­ing­ar í mat­sal Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­ar.

Frá athöfninni í dag, sem fram fór á Togarabryggjunni.
Frá at­höfn­inni í dag, sem fram fór á Tog­ara­bryggj­unni. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

70 ár frá fyrsta Kald­baki

Einnig var þess minnst að 70 ár eru liðin frá því Kald­bak­ur, fyrsta skip Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom til lands­ins og að 60 ár eru liðin frá því að frysti­hús fé­lags­ins var tekið í notk­un.

Skipið er rúm­lega 60 metra langt og veg­ur rúm 2.000 brútt­ót­onn.

Kald­bak­ur í skipa­skrá 200 mílna

mbl.is