Samherji gefur Hlíðarfjalli skíðalyftu

Kampavínsflösku var að sjálfsögðu slegið í stefni skipsins.
Kampavínsflösku var að sjálfsögðu slegið í stefni skipsins. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vinir Hlíðarfjalls, samtök einkafyrirtækja sem vilja styrkja skíðasvæðið við Akureyri, fá nýja skíðalyftu að gjöf úr Samherjasjóðnum. Tilkynnt var um gjöfina við nafngift nýja togarans Kaldbaks við Akureyrarhöfn fyrr í dag.

Var togaranum þar gefið nafn með formlegum hætti en hann kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Eyjafirði í byrjun mars. Allir þeir sem vildu voru velkomnir á athöfnina á bryggj­unni, en í framhaldinu var boðið upp á veit­ing­ar í mat­sal Útgerðarfélags Akureyrar.

Frá athöfninni í dag, sem fram fór á Togarabryggjunni.
Frá athöfninni í dag, sem fram fór á Togarabryggjunni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

70 ár frá fyrsta Kaldbaki

Einnig var þess minnst að 70 ár eru liðin frá því Kald­bak­ur, fyrsta skip Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, kom til lands­ins og að 60 ár eru liðin frá því að frysti­hús félagsins var tekið í notk­un.

Skipið er rúm­lega 60 metra langt og veg­ur rúm 2.000 brútt­ót­onn.

Kaldbakur í skipaskrá 200 mílna

mbl.is