4 milljóna sekt við notkun plastpoka

Talið er að Keníabúar noti um 24 milljónir plastpoka í …
Talið er að Keníabúar noti um 24 milljónir plastpoka í hverjum mánuði. Skjáskot/Twitter

Bann við sölu, notk­un og fram­leiðslu plast­poka tók gildi í Ken­ía í dag. Þeir sem ger­ast sek­ir um plast­poka­notk­un eða fram­leiðslu geta átt yfir höfði sér allt að fjög­urra ára fang­els­is­dóm eða sekt að and­virði rúmra fjög­urra millj­óna króna. Þeir fram­leiðend­ur sem nota plast­filmu utan um mat­vör­ur sín­ar eru enn und­anþegn­ir bann­inu, en þeim ferðamönn­um sem koma til Ken­ía með frí­hafn­ar­inn­kaup sín í plast­poka er gert að skilja pok­ana eft­ir á flug­vell­in­um.

Stjórn­völd í Ken­ía segja bannið muni hjálpa til við að vernda um­hverfið. Fram­leiðend­ur plast­pok­anna hafa hins veg­ar bent á að það muni kosta 80.000 manns vinn­una. Talið er að Ken­ía­bú­ar noti um 24 millj­ón­ir plast­poka á mánuði.

Dóm­stóll í Ken­ía neitaði á föstu­dag að taka upp kæru sem lögð var fram gegn bann­inu. 

20 plast­pok­ar fund­ist í einni kú

Ken­ía er ekki eina ríkið í Afr­íku til að gera plast­pok­ann út­læg­an, en þegar er búið að banna plast­poka í Rú­anda, Má­rit­an­íu og Erít­r­eu.

Haug­ar af plast­poka­úr­gangi sjást víða í Ken­ía, líkt og í fjölda annarra Afr­íku­ríkja. Dýr eru oft á beit við ruslahaug­ana og um­hverf­isáætl­un Sam­einuðu þjóðanna hef­ur bent á að mikið magn plast­poka sé tekið úr inn­yfl­um skepna í slát­ur­hús­um í Naíróbí í Ken­ía. Upp und­ir 20 plast­pok­ar hafa fund­ist í einni kú og vek­ur plast­magnið ótta um að plasteitrun kunni að leyn­ast í nauta­kjöti.

Judy Wak­hungu um­hverf­is­ráðherra seg­ir það taka plast­pok­ana á bil­inu 20 - 1.000 ár að eyðast í nátt­úr­unni. „Plast­pok­ar eru nú stærsta áskor­un­in varðandi úr­gangs­los­un í Ken­ía. Þetta er orðin um­hverf­is­mar­tröð okk­ar sem við verðum að sigr­ast á,“ sagði Wak­hungu við BBC.

Evr­ópsk rann­sókn hef­ur sýnt fram á að nota þarf hvern papp­ír­s­poka þris­var til að vinna upp á móti kol­efn­is­fót­spor­inu sem fram­leiðsla hans fel­ur í sér, nota þarf hvern plast­poka fjór­um sinn­um og hvern bóm­ullar­poka 113 sinn­um.

mbl.is