Bolfiskvinnsla áfram á Akranesi

Frá fiskvinnslu HB Granda á Akranesi fyrr á árinu.
Frá fiskvinnslu HB Granda á Akranesi fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

HB Grandi hf. hef­ur selt Ísfiski hf. bol­fisk­vinnslu­hús sitt að Báru­götu 8-10 á Akra­nesi. Sölu­verð húss­ins og hluta af vinnslu­línu nem­ur 340 millj­ón­um króna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem HB Grandi hef­ur sent kaup­höll­inni.

Er þar einnig tekið fram að Ísfisk­ur muni hefja bol­fisk­vinnslu í hús­inu á Akra­nesi í byrj­un næsta árs.

200 míl­ur greindu í mars frá áform­um HB Granda um að hætta bol­fisk­vinnslu á Akra­nesi og var 86 manns sagt upp störf­um í maí­mánuði. Upp­sagn­irn­ar taka gildi á morg­un.

„Þetta er gríðarlegt högg fyr­ir bæ­inn,“ sagði Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, þá í sam­tali við mbl.is. „Ég myndi áætla að þarna væru und­ir 150 störf ef tek­in eru með af­leiddu störf­in.“

Áður hafði Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, sagt að helsta ástæða breyt­ing­anna væri gengi krón­unn­ar.

„[Á]stæðan fyr­ir því að við höf­um uppi þessi áform eru fyr­ir­sjá­an­leg­ir rekstr­ar­erfiðleik­ar í land­vinnslu,“ sagði Vil­hjálm­ur í mars. „Helsta ástæðan fyr­ir þeim er sterkt gengi krón­unn­ar. Það er fyrst og fremst ástæðan. Kostnaður inn­an­lands hef­ur hækkað en fisk­verð ekki. Þannig að staðan og við eig­um þenn­an mögu­leika að vinna þenn­an bol­fisk sem við erum að veiða í einu húsi. Þannig að það er það sem við erum að skoða.“

mbl.is