Héraðsdómari veiktist af húsasótt en taldi sig vera orðinn gamlan og útbrunninn

Skýringin á slappleika Arngríms Ísbergs fólst í myglusvepp í Dómhúsinu.
Skýringin á slappleika Arngríms Ísbergs fólst í myglusvepp í Dómhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfandi í byggingu þar sem myglusveppur mallaði í veggjum var hugsun Arngríms Ísbergs héraðsdómara sú að hann væri orðinn gamall og útbrunninn.

Nýkominn úr nokkurra mánaða leyfi vissi hann ekki hvað þessum óþægindum olli, en skýringin lá í augum uppi þegar spurðist af sveppnum vonda.

Með því að flytja sig milli hæða í Dómhúsinu við Lækjartorg varð Arngrímur allur hressari og bæði þróttleysi og þrálátur höfuðverkur hurfu. Endurbætur hafa nú verið gerðar á umræddri byggingu og Arngrímur er kominn aftur á sína skrifstofu. Hann kennir sér einskis meins í dag, segir hann í samtali um húsasóttina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: