„Eins og að hleypa úlfi inn í kanínubúr“

Ísjaki við Ilulisat á Grænlandi. Hitinn er sagður hækka hlutfallslega …
Ísjaki við Ilulisat á Grænlandi. Hitinn er sagður hækka hlutfallslega mest við norðurheimskautið. mbl.is/RAX

Hækk­andi hiti og súrn­un sjáv­ar, minni selta, meira rof, fjölg­un eit­ur­efna, fleiri mar­glytt­ur og auk­in hætta á út­breiðslu sjúk­dóma. Þetta eru þær hætt­ur sem steðja að fisk­stofn­um jarðar­inn­ar af völd­um lofts­lags­breyt­inga, að sögn Michaelu Asch­an, doktors í sjáv­ar­líf­fræði og pró­fess­ors við Norska sjáv­ar­út­vegs­háskól­ann.

Sterk­ari felli­byl­ir merki um breyt­ing­arn­ar

Asch­an flutti er­indi í dag á Heims­ráðstefn­unni um sjáv­ar­fang, World Sea­food Congress, sem hófst í Hörpu í gær og stend­ur fram á miðviku­dag. Hóf hún fram­sög­una á að segja frá áætlaðri ráðstefnu í Ft. Lau­der­dale í Flórída­ríki sem hún hyggst sækja í næstu viku.

„En nú gætu þær áætlan­ir breyst, vegna Irmu,“ sagði Asch­an. „Felli­byl­irn­ir eru að verða meiri og sterk­ari, og það er enn eitt merkið um aukn­ar lofts­lags­breyt­ing­ar.“

Tók hún fram að hita­stigið á jörðinni hefði breyst tölu­vert síðustu ár. Áhrifa þess gætti í allri Evr­ópu, en þó einkum á heim­skauta­svæðinu. „Hækk­andi hita­stig er áhrifa­mesta af­leiðing lofts­lags­breyt­ing­anna, og hann hækk­ar hlut­falls­lega mest í norðrinu.“

Þorskstofninn færir sig sífellt norðar en virðist dafna vel.
Þorsk­stofn­inn fær­ir sig sí­fellt norðar en virðist dafna vel. mbl.is/​Rax

Forðast deil­ur í framtíðinni

Asch­an fer einnig fyr­ir sam­starfs­verk­efn­inu Cli­m­eF­ish, sem snýst um að styðja sjálf­bæra nýt­ingu sjáv­ar­af­urða í Evr­ópu og um leið búa sjáv­ar­út­veg und­ir af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga. Sagði hún mark­mið verk­efn­is­ins meðal ann­ars vera að forðast deil­ur sem upp geti komið í framtíðinni þegar stofn­ar fær­ist á milli svæða, eins og gerst hafi þegar mak­ríll­inn tók að færa sig norðar.

Sé litið yfir Evr­ópu sagði hún sjáv­ar­út­veg í norður­hluta álf­unn­ar vera viðkvæm­ast­an fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­um og nefndi þá sem dæmi Nor­eg, Bret­land, Svíþjóð og Finn­land. Sem dæmi um þau áhrif sem þetta hefði á heim­skauta­svæðinu nefndi hún stofna smá­fiska sem þar eru. Þorsk­stofn­inn í Norður-Atlants­hafi sæki sí­fellt norðar og inn á slóðir þeirra.

„Þetta er eins og að hleypa úlfi inn í lítið kan­ínu­búr. Litlu heim­skauts­fisk­arn­ir eru ekki reiðubún­ir fyr­ir þetta og eru að hverfa. Þorsk­stofn­inn virðist hins veg­ar dafna.“

mbl.is