Stór skref með nýrri Drangey

Drangey siglir inn Skagafjörðinn.
Drangey siglir inn Skagafjörðinn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mik­ill mann­fjöldi fagnaði nýj­um tog­ara FISK Sea­food, Drang­ey SK 2, þegar hann kom í fyrsta sinn til heima­hafn­ar á Sauðár­króki fyr­ir um þrem­ur vik­um.

„Smíði þessa skips er stórt skref í því að festa Skaga­fjörð í sessi sem eitt af öfl­ugri út­gerðar- og fisk­vinnslu­svæðum á land­inu. Koma skips­ins er því ekki bara mik­il­væg­ur at­b­urður í sögu FISK held­ur einnig sam­fé­lag­ins hér í Skagaf­irði,“ sagði Jón Ed­vald Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í ávarpi sem hann flutti við komu skips­ins.

Ein af fjór­um

Ný Drang­ey er 62,5 metr­ar að lengd og breidd­in er 13,5 metr­ar. Skipið er 2.081 brútt­ót­onn og hef­ur 14 hnúta sigl­inga­hraða. Það er búið Yan­mar-aðal­vél og skil­ar hún 1.620 kW við 750 snún­inga og get­ur bæði keyrt á svartol­íu og gasol­íu. Drang­ey SK-2 er einn af fjór­um sams­kon­ar tog­ur­um sem smíðaðir eru í Tyrklandi, en hinir eru Kald­bak­ur, Björg­úlf­ur og Björg sem all­ir eru í eigu Sam­herja og ÚA.

Fram kom í máli Jóns Ed­valds við komu skips­ins að árið 2012 hefði stjórn FISK ákveðið að leggja aukna áherslu á land­vinnslu og draga á móti úr vægi vinnslu úti á sjó. Hafi ýmsu verið breytt í starf­sem­inni vegna þess og farið í þró­un­ar­starf, þar sem meðal ann­ars varð til Iceprotein ehf. rann­sókn­ar- og þró­un­ar­fyr­ir­tæki í eigu FISK Sea­food.

Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood.
Jón Eðvald Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri FISK Sea­food. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Búnaður og lausn­ir þróaðar á Íslandi

Í júlí­mánuði 2014 var síðan skrifað und­ir samn­ing við Cem­re skipa­smíðastöðina í Tyrklandi um smíði á Drang­eynni nýju. Skipið er hannað af Bárði Haf­steins­syni skipa­verk­fræðingi hjá Skipa­tækni ehf. og stór hluti búnaðar og lausna þróaður af ís­lensk­um tæknifyr­ir­tækj­um.

Þá hef­ur verið samið við Skag­ann 3X um smíði á búnaði á vinnslu­dekk skips­ins. Sá bygg­ir að mestu leyti á þeirri tækni sem þróaður var um borð í tog­ar­an­um Málmey SK, sem er betr­um­bætt­ur á ákveðnum sviðum

Mesta breyt­ing­in fyr­ir sjó­menn­ina er að gengið verður frá afl­an­um niður í kör á vinnslu­dekk­inu og kör­in fara síðan full­frá­geng­in í lyftu niður í lest­ina, en þar tek­ur við hlaupa­kött­ur, sem nýtt­ur er til að raða þeim. Mikið var horft til ork­u­nýt­ing­ar við hönn­un skips­ins og við val á öll­um búnaði. Jafn­framt var lögð rík áhersla á að hafa vinnuaðstöðu sem besta og ljóst að góð sjó- og veiðihæfni skips­ins stuðlar að bættri meðferð hrá­efn­is.

Allt sé fyrsta flokks

„Smíði á þessu nýja skipi er stórt skref í þeirri upp­bygg­ingu sem framund­an er hjá FISK. For­senda þess að fyr­ir­tækið geti áfram verið í far­ar­broddi hvað varðar gæði afurða er að það hrá­efni sem skilað er inn í vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins sé nán­ast galla­laust og ég bind mikl­ar von­ir við að svo megi verða,“ sagði Jón Eðvald.

Drang­ey SK-2 leys­ir af hólmi Klakk SK-5 sem er 40 ára gam­alt skip. Áhöfn Klakks sem flyst yfir á nýtt skip er þekkt fyr­ir góða meðferð afla, seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn, sem tel­ur að hún muni á þessu nýja og vel búna skipi ná enn betri ár­angri.

„Mik­il tækni- og sjálf­virkni­væðing er framund­an í land­vinnslu FISK en lyk­il­atriði í þeirri þróun og í raun al­gjör for­senda er að það hrá­efni, sem kem­ur til vinnslu sé allt fyrsta flokks og ég trúi því að með smíði á þessu nýja skipi stíg­um við risa­skref í þá átt.“

mbl.is