Áætlað er að tekjur af veiðigjöldum muni aukast um 3,6 milljarða króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs frá árinu 2017 og verði nálægt 10 milljörðum króna.
Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins segir að aukninguna megi rekja til meiri framlegðar af fiskveiðum á árinu 2015 sem leiði til þess að stofn veiðigjalds fyrir botnfisk tvöfaldast á fiskveiðiárinu 2017/2018.
„Þá hefur réttur til lækkunar á veiðigjaldi vegna vaxtaberandi skulda við kaup á aflahlutdeild verið afnuminn, sem leiðir til þess að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi aukast um 650 [milljónir kr.],“ segir enn fremur í skýringum á þessu.