Nýr bátur í íslenska útgerðarflotann

Pétur Pétursson útgerðarmaður og Michael Jakobsen, forstjóri Bredgaard Bateværft í …
Pétur Pétursson útgerðarmaður og Michael Jakobsen, forstjóri Bredgaard Bateværft í Danmörku handsala samninginn. Ljósmynd/Róbert Róbertsson

Útgerðarmaður­inn Pét­ur Pét­urs­son frá Arn­arstapa á Snæ­fellsnesi skrifaði á ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í dag und­ir ný­smíðasamn­ing við Bred­ga­ard Bateværft í Dan­mörku. Um er að ræða bát sem á að leysa af hólmi þann feng­sæla bát Bárð SH-81.

Ný­smíðin verður um­tals­vert stærri en eldri bát­ur­inn, og í raun stærsti bát­ur sem smíðaður hef­ur verið úr trefjaplasti fyr­ir ís­lensk­an út­gerðarmann. Nýr Bárður SH-81 verður 25,18 metr­ar á lengd og 7 metra breiður og djúprist­an 2,5 metr­ar.

Smíðin tek­ur eitt ár

Pét­ur hef­ur í sam­starfi við hönnuð báts­ins Borg­hegn Yacht­design hannað alla meg­in þætti sem lúta að út­færsl­um of­and­ekks.

„Bred­ga­ard Badeværft báta­smiðjan er rómuð fyr­ir smíði á mjög sterk­um og vönduðum bát­um og hafa þeir smíðað báta úr trefjaplasti síðan 1967. Smíðin á nýj­um Bárði hefst inn­an nokk­urra vikna og er áætluð að smíðin taki eitt ár. Smíðin verður und­ir eft­ir­liti flokk­un­ar­fé­lags­ins Bureau Ver­itas í Dan­mörku," seg­ir Björn Jó­hann Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Afl­hluta ehf., sem er umboðsaðili Bred­ga­ard Bateværft.

Feðgarnir og nafnarnir Pétur Pétursson og Pétur Pétursson frá Arnarstapa, …
Feðgarn­ir og nafn­arn­ir Pét­ur Pét­urs­son og Pét­ur Pét­urs­son frá Arn­arstapa, Hrafn Sig­urðsson, Björn Jó­hann Björns­son og Helgi Axel Svars­son eig­end­ur Afl­hluta fagna samn­ingn­um um ný­smíðina í Smár­an­um í dag. Ljós­mynd/​Ró­bert Ró­berts­son

Mikl­ir mögu­leik­ar í þess­um stærðarflokki

Eig­end­ur Afl­hluta eru nú orðnir þrír, þar sem Helgi Axel Svavars­son bætt­ist í eig­enda­hóp­inn í janú­ar á þessu ári. Helgi ber titil­inn tækni og þjón­ust­u­stjóri, en fyr­ir eru þeir Björn fram­kvæmda­stjóri og Hrafn Sig­urðsson sölu­stjóri. 

„Við telj­um að það séu mikl­ir mögu­leik­ar þegar kem­ur að end­ur­nýj­un í þess­um stærðarflokki og einnig í bát­um í króka­afls­kerf­inu. Við telj­um að þegar út­gerðar­menn hafa kynnst bát­un­um frá Bred­ga­ards og séð hversu sterk­byggðir þeir eru muni áhug­inn á bát­un­um aukast enn frek­ar. Frá­gang­ur­inn á bát­un­um er með þeim hætti sem ís­lensk­ir út­gerðar­menn með báta í þess­um stærðarflokki hafa ekki kynnst áður," seg­ir Hrafn.

Afl­hlut­ir koma til með að skaffa all­an vél­búnað í nýj­an Bárð SH og má þar nefna aðal­vél frá MAN, ljósa­vél­ar frá ZEN­ORO með John De­ere vél­um og Stam­ford raföl­um, gír frá TWIN DISC gír, skrúfu­búnað frá Teign­bridge og TRAC hliðar­skrúf­ur.

mbl.is