Birta SU-36, sem gerður er út frá Djúpavogi, var aflahæsti báturinn á nýliðinni vertíð strandveiða með rúm 44,8 tonn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu.
Samkvæmt henni er Hulda SF-197 næsti bátur á eftir, með 44,2 tonn, en hann er gerður út frá Hornafirði.
Þar á eftir kemur Ásbjörn SF-123, sem einnig er gerður út frá Hornafirði, með 43,6 tonn.