Verkís og Orkuveitan fá samgönguviðurkenningu

Fullltrúar Verkís og Orkuveitunnar taka á móti viðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Fullltrúar Verkís og Orkuveitunnar taka á móti viðurkenningu Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Verkís og Orku­veita Reykja­vík­ur hlutu í dag Sam­göngu­viður­kenn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar árið 2017 og ræður vist­vænn ferðamáti starfs­manna og for­dæmi fyr­ir­tækj­anna í vist­væn­um rekstri þar mestu um val dóm­nefnd­ar. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg seg­ir að Verkís bjóði starfs­fólki góða aðstöðu fyr­ir hjól, hleðslu fyr­ir raf­bíla, bíla­stæðum hjá fyr­ir­tæk­inu hafi verið fækkaði og starfs­fólk fái sam­göngustyrk. Orku­veit­an greiði svo sam­göngustyrk til sinna starfs­manna og fylg­ist með því hvernig fólk komi til vinnu og hvað hindri það í að velja vist­væn­ar sam­göng­ur.  Þá er Orku­veit­an með 65 vist­væn­ar bif­reiðar sem nýt­ast starfs­fólki.

Þá vinna fyr­ir­tæk­in sam­kvæmt lofts­lags­mark­miðum Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Sjö fyr­ir­tæki komu fyr­ir val­nefnd á þessu ári og voru það auk Verkís og Orku­veit­unn­ar, Advania, Alta, Ari­on­banki, Há­skól­inn í Reykja­vík og Seðlabanki  Íslands. 

Dóm­nefnd­in byggði val sitt á ár­angri að aðgerðum sem fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök, stofn­an­ir eða ein­stak­ling­ar hafa gripið til í þeim til­gangi að t.d. ein­falda starfs­fólki að nýta sér aðra sam­göngu­máta en einka­bíl­inn, draga úr um­ferð á sín­um veg­um og/​eða stuðla að notk­un vist­vænna orku­gjafa.

mbl.is