Endurskoði takmarkanir á veiðarfærum

Veiðar á pollinum við Akureyri. Mynd úr safni.
Veiðar á pollinum við Akureyri. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Kom­inn er tími til að end­ur­skoða ákvæði sem heim­ila aðeins notk­un línu og hand­færa við veiðar smá­báta, að und­an­skild­um hrogn­kelsa­veiðum. Þetta var niðurstaða aðal­fund­ar smá­báta­eig­enda­fé­lags­ins Kletts, sem fram fór á Ak­ur­eyri á laug­ar­dag.

Var til­laga um rýmri heim­ild­ir á veiðarfæra­tak­mörk­un­um króka­afla­marks­báta mikið rædd og kost­um henn­ar og göll­um velt upp áður en niðurstaðan varð þessi, að því er fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Seg­ir þar að tíma­bært hafi verið talið að rýmka um­rædd ákvæði. Skoða eigi mögu­leik­ann á að heim­ila að ein­hverju leyti staðbund­in veiðarfæri inn­an kerf­is­ins, þ.e. net, hvort sem það yrði gert með sér­veiðileyf­um eða al­mennri breyt­ingu á veiðikerfi króka­afla­marks­báta.

Slík ráðstöf­un er meðal ann­ars sögð myndu verða til að auka sveigj­an­leika og bæta af­komu smá­báta­út­gerða til annarra veiða, t.d. með síld­ar-, skötu­sels-, grá­lúðu- og kola­net­um.

Stjórn Kletts var end­ur­kjör­in á aðal­fund­in­um en hana skipa þeir Þórður Birg­is­son, formaður, Andri Viðar Víg­lunds­son, Ein­ar Þor­steinn Páls­son, Jón Kristjáns­son og Víðir Örn Jóns­son.

mbl.is